„Alvarlegra getur málið ekki verið“

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Jón­as Garðars­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands, ber Írisi Ró­berts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, þung­um sök­um í tengsl­um við fram­ferði Herjólfs ohf. í kjara­deilu starfs­manna í Herjólfi við bæ­inn.

Jón­as seg­ir bæj­ar­yf­ir­völd í Eyj­um „beita þern­ur og há­seta fá­dæma of­ríki og viðhafa vinnu­brögð sem hafa ekki þekkst frá í Krepp­unni miklu og setn­ingu laga árið 1938 um vinnu­stöðvan­ir.“ 

Gamli Herjólf­ur hef­ur siglt fram og til baka frá Eyj­um einu sinni í dag og er nú á leið í ferð núm­er tvö til lands. Nýja ferj­an er kyrr í höfn­inni í Eyj­um, þar sem hluti starfs­fólks um borð er í verk­falli, þar sem bæj­ar­yf­ir­völd hafa ekki viljað gera kjara­samn­ing við fé­lags­menn í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. Að gamla ferj­an skuli notuð til þess að sinna sama er­indi hafa tals­menn Sjó­manna­fé­lags­ins kallað skýrt verk­falls­brot.

„Bæj­ar­yf­ir­völd í Vest­manna­eyj­um hafa þar með brotið grunn­rétt­indi launa­fólks; lög um vinnu­deil­ur og gegn dómi Fé­lags­dóms í liðinni viku. Útgerð Herjólfs ohf. sem er í eigu Vest­manna­eyja­bæj­ar not­ar eig­ur rík­is­ins til þess að beita launa­fólk lög­leysu og of­ríki,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Jónasi. „Auðvitað gild­ir einu hvort nýi eða gamli Herjólf­ur sigli, lög­brotið er hið sama.“

Ferð númer tvö undirbúin hjá gamla Herjólfi (Herjólfi þriðja).
Ferð núm­er tvö und­ir­bú­in hjá gamla Herjólfi (Herjólfi þriðja). mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Bæj­ar­stýra skjóti sér und­an ábyrgð

Jón­as seg­ir bæj­ar­yf­ir­völd bera fulla ábyrgð á þessu, enda eigi þau út­gerðina sem reki Herjólf. „Íris Ró­berts­dótt­ir bæj­ar­stýra seg­ir að deil­an sé ekki á henn­ar borði. Bæj­ar­stýra er að skjóta sér und­an ábyrgð svo eft­ir er tekið. Íris held­ur á eina hluta­bréf­inu í Bæj­ar­út­gerðinni sem rek­ur Herjólf,“ skrif­ar Jón­as.

Jón­as bend­ir á að Fé­lags­dóm­ur hafi dæmt á þá leið að bæj­ar­út­gerðinni bæri að gera samn­ing við alla skip­verja í Herjólfi. Hann get­ur þess að vinnu­skylda há­seta og þerna sem og annarra skip­verja sé frá hálf­sjö að morgni og fram yfir miðnætti til klukk­an hálft­vö. Vinnu­tími þeirra sé að tveim­ur þriðjungi utan dag­vinnu­tíma, fólkið vinni þrjár helg­ar í mánuði og alla hátíðis­daga. Þá hafi bæj­ar­yf­ir­völd neitað að fylgja for­dæmi Eim­skips og Sam­skips og fjölga þern­um úr þrem­ur í fimm yfir há­sum­arið vegna álags.

Formaður samn­inga­nefnd­ar­inn­ar seg­ir að bæj­ar­út­gerðin sé að brjóta grunn­rétt­indi launa­fólks og noti til þess eig­ur rík­is­ins. „Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ir hlýt­ur að stöðva lög­leysu bæj­ar­yf­ir­valda í Eyj­um,“ skrif­ar hann.

mbl.is