Gamli Herjólfur lagður af stað

Gamli Herjólfur sigldi af stað um hádegisbilið.
Gamli Herjólfur sigldi af stað um hádegisbilið. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Gamli Herjólf­ur er lagður af stað frá Eyj­um til lands, sam­kvæmt vefsíðunni Mar­ine Traffic sem held­ur meðal ann­ars utan um kom­ur og brott­far­ir skipa á heimsvísu. Fyrstu ferð Herjólfs seinkaði tölu­vert eft­ir að einn vél­stjór­anna gekk frá borði en fram­kvæmda­stjóri Herjólfs sagði að seink­un­in væri til­kom­in vegna þess að skipið hefði legið lengi við bryggju. 

Útlit er fyr­ir að henni hafi jafn­vel verið af­lýst þar sem ferj­an átti að halda til lands fjór­um sinn­um í dag, klukk­an 9:30, 12:00, 17:00 og 19:30

Verk­fall fé­lags­fólks í Sjó­manna­fé­lagi Íslands stend­ur nú yfir og get­ur nýi Herjólf­ur ekki siglt vegna þess. Að sögn Bergs Þorkels­son­ar, for­manns sjó­manna­fé­lags Íslands, hafði hann fengið upp­lýs­ing­ar um að for­seti bæj­ar­stjórn­ar hafi hlaupið í skarð verk­stjór­ans sem ákvað að taka ekki þátt í sigl­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina