Gamli Herjólfur siglir í dag

Gamli Herjólfur í Landeyjahöfn.
Gamli Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Fram­kvæmda­stjórn Herjólfs hef­ur ákveðið að Herjólf­ur III sigli fjór­ar ferðir í Land­eyja­höfn í dag. 

Á Face­booksíðu Herjólfs kem­ur fram að það er mat fram­kvæmda­stjórn­ar Herjólfs að tryggja þurfi með óyggj­andi hætti ör­ugg­ar sam­göng­ur milli Vest­manna­eyja og lands enda er þetta eini þjóðveg­ur­inn sem íbú­ar og fyr­ir­tæki í Vest­manna­eyj­um treysta á og er eina sam­göngu­kerfið sem trygg­ir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsyn­legri þjón­ustu.

Fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands sem starfa á Herjólfi eru í tveggja sól­ar­hringa vinnu­stöðvun og er þetta seinni dag­ur­inn en ekk­ert var siglt á milli Eyja og lands í gær. Verði enn ósamið leggja starfs­menn niður störf í þrjá daga í næstu viku, frá þriðju­degi til fimmtu­dags.

Herjólf­ur fer frá Vest­manna­eyj­um klukk­an 9:30, 12, 17 og 19:30. Frá Land­eyja­höfn klukk­an 10:45, 13:15, 18:15 og 20:45.

mbl.is