Segja ákvörðun Herjólfs verkfallsbrot

Viðgerðir standa nú yfir á nýja Herjólfi og siglir sá …
Viðgerðir standa nú yfir á nýja Herjólfi og siglir sá gamli í staðinn. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Bæði Jón­as Garðars­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands, og Berg­ur Þorkels­son, formaður fé­lags­ins, telja að ákvörðun Herjólfs ohf. um að sigla gamla Herjólfi sé verk­falls­brot. 

„Það er dags­ljóst að það er verið að brjóta regl­ur á vinnu­markaði með þessu þannig að þetta er ekki til að liðka mikið fyr­ir,“ seg­ir Jón­as.

Nú skoðar Sjó­manna­fé­lagið hvort til­efni sé til að kæra ákvörðun Herjólfs til fé­lags­dóms. 

„Við mun­um leita allra leiða til þess að stöðva þetta og ef þetta er brot þá verðu það kært til fé­lags­dóms,“ seg­ir Berg­ur. 

Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélag Íslands.
Berg­ur Þorkels­son formaður Sjó­manna­fé­lag Íslands. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

„Það vek­ur mikla furðu að op­in­bert fé­lag brjóti á grunn­rétt­ind­um launa­fólks. Ef þeir telja að þetta út­spil sé til þess gert að leysa vand­ann þá eru þeir á mikl­um villi­göt­um. Það ger­ist við samn­inga­borðið en ekki með svona vinnu­brögðum.“

Fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands sem starfa á Herjólfi lögðu niður störf í gær og stend­ur verk­fallið í tvo sól­ar­hringa eða fram til miðnætt­is í nótt. Annað verk­fall er fyr­ir­hugað síðar í mánuðinum.

Trú­ir öllu upp á Herjólf ohf.

Jón­as seg­ir að það skipti engu hvort Herjólf­ur sigli gamla skip­inu eða því nýja, um sé að ræða skip hjá sömu út­gerðinni og að þeir starfs­menn sem starfi á skip­inu í dag í stað fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags Íslands, sem eru 2/​3 af und­ir­mönn­um Herjólfs, séu að ganga í störf fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags Íslands. 

Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands.
Jón­as Garðars­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands. mbl.is/​Hari

„Fram­koma út­gerðar­inn­ar er þannig að það er hægt að bú­ast við öllu. Ég trúi öllu upp á þá,“ seg­ir Jón­as spurður um það hvort ákvörðun Herjólfs hafi verið óvænt. 

Halda þjóðveg­in­um opn­um með því að semja við starfs­fólk

Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, sagði í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að málið sner­ist um að halda þjóðveg­in­um opn­um. Spurður hvort það sé ekki ekki skilj­an­legt seg­ir Jón­as: 

„Þeir gera það með því að semja við fólk. Launa­kjör áhafna Herjólfs [eins og þau eru í dag] er ein­hliða ákvörðun. Það er ákvörðun um kaup og kjör sem hef­ur ekki verið samið um.“

Sjó­manna­fé­lagið og Herjólf­ur eiga ekki í nein­um viðræðum eins og stend­ur og hef­ur deil­unni verið vísað til rík­is­sátta­semj­ara sem hef­ur ekki boðað fund. Jón­as jánk­ar því að deil­an sé í hörðum hnút. 

„Það byrj­ar oft þannig og svo mýk­ist það ein­hvern dag­inn en það er alla vega ekki að ger­ast í dag.“

mbl.is