Segir lífskjarasamninginn slitinn úr samhengi

Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Í til­boði Herjólfs til Sjó­manna­fé­lags Íslands var ekki að finna „all­an pakka“ lífs­kjara­samn­ings­ins, að sögn Jónas­ar Garðars­son­ar, for­manns samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands, held­ur ein­ung­is launa­hækk­un í takt við lífs­kjara­samn­ing­inn. 

„Vinnu­tíma­stytt­ing­una vantaði al­veg en hún er eig­in­lega höfuðmálið í lífs­kjara­samn­ingn­um. Það verður að taka all­an pakk­ann ef það á að ræða hann ekki slíta þetta allt úr sam­hengi,“ seg­ir Jón­as. 

Vinnu­mánuður starfs­manna Herjólfs hljóðar upp á tutt­ugu 9,5 klukku­stunda vakt­ir eða 190 klukku­stund­ir mánaðarlega. Sjó­manna­fé­lag Íslands hef­ur óskað þess að vinnu­mánuður þeirra fé­lags­manna verði stytt­ur um 25% sem ger­ir það að verk­um að Herjólf­ur þarf að fjölga áhöfn­um sín­um úr þrem­ur í fjór­ar. Það seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs að sé óraun­hæft og muni kosta Herjólf 200 millj­ón­ir auka­lega á hverju ári. 

„Sam­kvæmt okk­ar sviðsmynd­um gæt­um við verið að tapa 300-500 millj­ón­um á ár­inu og það seg­ir sig al­veg sjálft að ekk­ert fé­lag í ferðaþjón­ustu eða farþega­flutn­ingi er að fara að ráða við þess­ar kröf­ur,“ sagði Guðbjart­ur í viðtali sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag. 

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.
Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs. Morg­un­blaðið/Ó​skar Pét­ur Friðrikss

Gagn­til­boð vanti

Jón­as seg­ir aðspurður að það væri eðli­legt að starfs­manna­kostnaður Herjólfs væri hærri þó hann sé ekki viss um að hann yrði 200 millj­ón­um hærri. Sjó­manna­fé­lagið sé til­búið í að koma til móts við Herjólf en þá þurfi líka ein­hverj­ar viðræður að eiga sér stað. 

Útgerð Herjólfs hef­ur ekki feng­ist til að ræða við okk­ur. Það er allt í lagi að segja að kröf­ur séu háar eða óaðgengi­leg­ar, en þeir þurfa þá að koma með eitt­hvað annað. Þetta eru áhersl­ur fólks­ins, svona vill fólkið hafa þetta. Ef þeir hafa ein­hverja aðra sýn á það held­ur en vinnu­um­hverfið eins og það er þá verða þeir að koma með til­lög­ur um það,“ seg­ir Jón­as. 

Í gær og í fyrra­dag lögðu fé­lags­menn Sjó­mana­fé­lags Íslands niður störf en í stað þess að stöðva sigl­ing­ar sigldi gamli Herjólf­ur í stað þess nýja. Það tel­ur Jón­as að hafi verið verk­falls­brot en seg­ir að ákvörðun hafi enn ekki verið tek­in um það hvort hið meinta brot verði kært til fé­lags­dóms. Næsta verk­fall, sem standa á í þrjá sól­ar­hringa, er fyr­ir­hugað eft­ir fimm daga. Spurður hvort ekki væri væn­legt fyr­ir fé­lagið að fá úr því skorið hvort gamli Herjólf­ur megi sigla í verk­falli seg­ir Jón­as: 

„Þó við fær­um í dóm fengj­um við enga niður­stöðu fyr­ir þann tíma.“

Hnút­ur­inn herðist

Hann sam­sinn­ir því þó að verk­fallið sé þýðing­arminna ef Herjólf­ur sigli á meðan því stend­ur:

„Ef það er hægt að sigla með verk­falls­brjót­um þá hef­ur það minni þýðingu.“

Hvernig er hljóðið í ykk­ar fé­lags­mönn­um sem starfa á Herjólfi eft­ir gær­dag­inn? 

„Svona fram­koma, ég tala nú ekki um hjá op­in­beru fé­lagi sem brýt­ur á rétti launa­fólks, verður nátt­úru­lega bara til þess að herða hnút­inn,“ seg­ir Jón­as.

Deil­an er á borði rík­is­sátta­semj­ara en eng­ir fund­ir eru fyr­ir­hugaðir.

mbl.is