Ferðalag um Ingólfshöfða og Hoffell

Ása Stein­ars­dótt­ir ferðast um Ríki Vatna­jök­uls.
Ása Stein­ars­dótt­ir ferðast um Ríki Vatna­jök­uls. Ljósmynd/Aðsend

Ferðaljós­mynd­ar­inn Ása Steinars­dótt­ir ferðaðist á dög­un­um um Ríki Vatna­jök­uls og kynnti sér allt það sem svæðið hef­ur upp á að bjóða.  

Í þessum þætti fer Ása í skemmtilega traktorsferð til þess að komast í Ingólfshöfða en þar bíður hennar ganga upp á höfðann, fuglaskoðun og frábært útsýni. Ása lýsir ferðinni sem einstakri skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Því næst tekur við slökun í heitri náttúrulaug í Hoffelli þar sem fimm heitir pottar eru á svæðinu.


mbl.is