Brim selur Norðanfisk – Bæjarstjórinn meðal hluthafa

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi er meðal kaupenda í …
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi er meðal kaupenda í Norðanfiski. mbl.is/Kristinn Magnússon

Brim hef­ur selt allt hluta­fé í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Norðan­fiski á Akra­nesi til hóps fjár­festa sem all­ir eiga ræt­ur á Akra­nesi. Meðal hlut­hafa er nú­ver­andi bæj­ar­stjóri Akra­ness, Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Brim. Kaup­samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður í lok maí, en all­ir fyr­ir­vara eru nú upp­fyllt­ir.

Starfs­menn Norðan­fisks eru um 30 tals­ins, en fé­lagið sér­hæf­ir sig í fram­leiðslu, sölu og dreif­ingu á sjáv­ar­fangi til veit­inga­húsa á inn­an­lands­markaði ásamt sölu neyt­endapakkn­inga í versl­un­um um allt land.

Kaup­andi fyr­ir­tæk­is­ins er nýtt eign­ar­halds­fé­lag í eigu tíu aðila sem all­ir eiga ræt­ur á Akra­nesi auk fram­kvæmda­stjóra Norðan­fisks, Sig­ur­jóns Gísla Jóns­son­ar, sem áfram mun stýra fyr­ir­tæk­inu.

Formaður stjórn­ar verður Inga Ósk Jóns­dótt­ir en hún og eig­inmaður henn­ar Gísli Run­ólfs­son eru stærstu hlut­haf­ar í eign­ar­halds­fé­lag­inu sem kaup­ir. Auk fram­an­greindra hlut­hafa koma að nýju eign­ar­halds­fé­lagi: Bif­reiðastöð ÞÞÞ, Eign­ar­halds­fé­lag VGJ í eigu hjón­anna Ei­ríks Vign­is­son­ar og Ólaf­ar Ólafs­dótt­ur, hjón­in Kar­en Jóns­dótt­ir og Kristján Bald­vins­son, Gest­ur Breiðfjörð Gests­son auk fjög­urra jafn­aldra úr ár­gangi 1971, þeirra Sæv­ars Freys Þrá­ins­son­ar, Harðar Svavars­son­ar, Jóns G Ottós­son­ar og HH verktaks sem er í eigu Hann­es­ar Birg­is­son­ar og Hjart­ar Lúðvíks­son­ar.

Ráðgjaf­ar í sölu­ferl­inu voru Sæv­ar Freyr, KPMG og Örn Gunn­ars­son hjá Lex lög­manns­stofu. Þá voru Íslensk verðbréf ráðgjafi fyr­ir hönd Brims og stýrðu sölu­ferl­inu.

mbl.is