Skemmtiferðaskip úti fyrir Jökulsárlóni

Skemmtiferðaskipið Le Bellot við Miðbakka 12. júlí.
Skemmtiferðaskipið Le Bellot við Miðbakka 12. júlí. Sigurður Unnar Ragnarsson

Skemmtiferðaskipið Le Bellot, sem er annað tveggja skemmtiferðaskipa við Íslandsstrendur nú um mundir, varpaði akkeri úti fyrir Jökulsárlóni um hádegi í dag. Landhelgisgæslan segir þetta óvenjulegt, en löglegt.

RÚV greindi frá.

Í samtali við mbl.is segir vaktstjóri hjá Landhelgisgæslunni að skemmtiferðaskip á við þetta leggi það ekki í vana sinn að staldra við á þessum stað en að hann sjái ekkert ólöglegt við það. Farið er með farþega skipsins í stuttar skoðunarferðir á svæðinu í bátum en þeir eru ekki á leiðinni í land.

Að sögn vaktstjórans er skemmtiferðaskipið annað tveggja systurskipa sem eru nú stödd við landið. Þau fara hringinn í kringum það, taka meðal annars upp farþega hér á landi, en halda síðan áfram leið sinni.

mbl.is