Hvítabjörninn allur eftir 80 ár

Hvítabjarnarstofninn gæti dáið út á næstu 80 árum
Hvítabjarnarstofninn gæti dáið út á næstu 80 árum AFP

Hvíta­björn­inn gæti dáið út vegna lofts­lags­breyt­inga fyr­ir árið 2100, sam­kvæmt rann­sókn sem birt var á mánu­dag. Lífsviður­væri bjarn­ar­ins er víða í mik­illi hættu vegna bráðnunn­ar haf­íss, en tíma­bilið sem björn­inn hef­ur til að veiða seli hef­ur styttst til muna. Þetta kem­ur fram í tíma­rit­inu Nature Clima­te Change.

Í grein­inni seg­ir að stytt­ing­ar á veiðitíma­bili geta ollið minnk­andi lík­amsþyngd, sem ger­ir það erfiðara fyr­ir björn­inn að lifa af harðneskju­lega vetra norður­slóða án mat­ar.

Heim­kynni þeirra bók­staf­lega að bráðna

Steven Armstrup, aðal­fræðing­ur hjá Pol­ar Bear In­ternati­onal og einn höf­unda grein­ar­inn­ar, seg­ir í sam­tali við AFP að „birn­ir þurfi að af­bera lengri og lengri föstu­tíma­bil áður en ís­inn frýs á ný og þeir geti haldið áfram að veiða.“

Að öllu óbreyttu reikn­ar rann­sókn­in með því að stofn­inn muni ekki lifa af næstu 80 árin vegna örra breyt­inga á norður­slóðum.

AFP

Þá sé reiknað með að yf­ir­boðshita­stig jarðar verði 3,3 gráðum hærra en það var við byrj­un iðnbylt­ing­ar, en jafn­vel þótt hækk­un­in verði aðeins 2,4 gráður, hálfri gráðu hærri en Par­ís­arsátt­mál­inn ger­ir ráð fyr­ir, er lík­legt að út­rým­ing bjarn­anna muni aðeins frest­ast.

Amstup seg­ir ógn­ina ekki vera hlýn­un­ina sjálfa, held­ur er skort­ur á aðlög­un­ar­hæfni helsta vanda­mál hvíta­bjarn­ar­ins. „Ef haf­ís gæti hald­ist óbreytt­ur þegar hita­stig hækk­ar gætu birn­irn­ir spjarað sig,“ seg­ir Amstup. „Vanda­málið er að heim­kynni þeirra er bók­staf­lega að bráðna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina