Tóku skrefið sem þurfti að taka

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf.
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Við réðum ekk­ert al­veg við þess­ar kröf­ur sem voru lagðar fram í upp­hafi, en síðan hafa menn verið í sam­töl­um um helg­ina og þetta var niðurstaðan, að Sjó­manna­fé­lagið af­lýsti verk­falli og við hefj­um þá viðræður á grund­velli þeirra atriða sem voru til­tek­in og erum bjart­sýn á að við náum að ljúka þeim fyr­ir 17. ág­úst,“ seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf.

Sjó­manna­fé­lag Íslands ákvað í kjöl­far fund­ar samn­inga­nefnda beggja aðila að af­lýsa vinnu­stöðvun und­ir­manna á Herjólfi sem hefjast átti á miðnætti, eft­ir að sam­komu­lag náðist um viðræðuáætlun.

Öxluðu ábyrgð

Guðbjart­ur fagn­ar því að þess­ari þriðju vinnu­stöðvun hafi verið af­lýst. „Það er vissu­lega þannig að það hvíl­ir á öll­um aðilum mik­il ábyrgð og þetta er búið að vera mjög erfitt. Þetta er þjóðveg­ur og það gera sér all­ir grein fyr­ir því að þetta er, það er erfitt að stoppa hérna sigl­ing­ar, sér­stak­lega á þess­um tíma. Al­var­leiki máls­ins var mik­ill og ábyrgðin mik­il og menn öxluðu hana og tóku skrefið sem þurfti að taka.“

Guðbjart­ur seg­ir umræðurn­ar í dag hafi verið mjög góðar og að ákveðið hafi verið að leyfa Versl­un­ar­manna­helg­inni að líða áður en form­leg­ar viðræður hefj­ist að nýju.

„Við sett­um þessa dag­setn­ingu inn, 17. ág­úst, til þess að hafa and­rými til þess að fara yfir ákveðna þætt, sem snúa þá að inni­haldi lífs­kjara­samn­ings­ins og út­færsl­ur á hon­um svo það sé al­veg ljóst hvað er verið að gera.“

mbl.is