Verkfalli á Herjólfi aflýst

mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Sjó­manna­fé­lag Íslands hef­ur af­lýst vinnu­stöðvun sem hefjast átti á miðnætti í kvöld eft­ir að sam­komu­lag náðist á milli fé­lags­ins og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sjó­manna­fé­lag­inu, en vinnu­áætlun­in er eft­ir­far­andi: í fyrsta lagi á að klára starfs­lýs­ingu þerna og há­seta, í öðru lagi á að skoða for­send­ur starfs­ald­urs­hækk­ana, í þriðja lagi á að skoða vinnu­tíma­stytt­ingu lífs­kjara­samn­ings­ins með sér­fræðing­um aðila, í fjórða lagi á að skoða for­send­ur launa­hækk­un­ar miðað við lífs­kjara­samn­ing með sér­fræðing­um aðila og í fimmta lagi á að koma á hvíld­aráætl­un í sam­ræmi við alþjóðalög.

Stefnt er að því að viðræðum þess­um verði lokið fyr­ir mánu­dag­inn 17. ág­úst.

Þriðja vinnu­stöðvun und­ir­manna á Herjólfi átti að hefjast á miðnætti í kvöld og standa í þrjá sól­ar­hringa, eða til miðnætt­is miðviku­dags­ins 23. júlí. Fyrsta vinnu­stöðvun­in fór fram 7. júlí og stóð í sól­ar­hring og önn­ur hófst á miðnætti 14. júlí og stóð í tvo sól­ar­hringa, en þá ákváðu for­svars­menn Herjólfs að sigla þess í stað Herjólfi III.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

 

 

mbl.is