Apple nái kolefnishlutleysi árið 2030

Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. AFP

Stór­fyr­ir­tækið Apple til­kynnti í dag að öll starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, þar á meðal aðflutn­ing­ur á vör­um til fram­leiðslu tækja, yrði orðin kol­efn­is­hlut­laus árið 2030. Verður það gert til að aðstoða í bar­átt­unni gegn loft­lags­breyt­ing­um.

Fyr­ir­tækið hef­ur þegar náð kol­efn­is­hlut­leysi þegar kem­ur að skrif­stof­u­r­ekstri en ætl­ar að ganga lengra og tryggja að all­ar fram­leidd­ar vör­ur verði kol­efnis­jafnaðar.

Apple ætl­ar að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 75% fyr­ir árið 2030 og þangað til ætl­ar fyr­ir­tækið að þróa „nýj­ar leiðir til eyða kol­efni“ fyr­ir hin 25%. Fyr­ir­tækið ætl­ar meðal ann­ars að lag­færa gras­slétt­ur í Ken­ía og hita­beltis­vist­kerfi í Kól­umb­íu.

„Fyr­ir­tæki eiga risa­stórt tæki­færi til að hjálpa við að byggja upp sjálf­bæra framtíð, sem tek­ur mið af sam­eig­in­legri um­hyggju okk­ar á jörðinni,“ sagði Tim Cook, for­stjóri Apple.

Yfir 70 birgjar Apple hafa skuld­bundið sig til að nota ein­ung­is 100% end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa við fram­leiðslu á vör­um og pört­um fyr­ir Apple.

mbl.is