Esau og tengdasonur áfram í varðhaldi

Bern­ar­d Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu,
Bern­ar­d Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu

Dóm­stóll í Namib­íu hef­ur hafnað beiðni Bern­ards Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra lands­ins, og Tam­son Hatuikulipi, tengda­son­ar hans, um lausn úr gæslu­v­arðhaldi gegn trygg­ingu. Munu þeir því áfram sitja í varðhaldi. Frá þessu grein­ir namib­íski miðill­inn Nami­bi­an.

Að mati dóms­ins er ekki ástæða til að ætla að þeir myndu stinga af eða spilla rann­sókn­inni ef þeir yrðu látn­ir laus­ir. Hins veg­ar bendi sönn­un­ar­gögn til sekt­ar þeirra.

Rann­sókn stend­ur enn yfir á meint­um mút­um Sam­herja í Namib­íu til handa stjórn­mála­manna og tengdra aðila til að fá hesta­makríl­kvóta þar í landi á und­ir­verði. Málið komst í sviðsljósið eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar, Kveiks, Al Jazeera og Wiki­leaks í fyrra.

Segja rann­sókn hafna á skatta­mál­um Sam­herja

Þá er rann­sókn sögð haf­in á skatta­mál­um Sam­herja í Namib­íu. OCCRP, sam­tök rann­sókn­ar­blaðamanna sem sér­hæfa sig í um­fjöll­un um glæpi og spill­ingu, greina frá þessu en RÚV grein­ir frá fyrst ís­lenskra miðla.

Rann­sókn­ina má að sögn rekja til eiðsvar­inn­ar yf­ir­lýs­ing­ar Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi starfs­manns fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu, til namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar.

Seg­ir Jó­hann­es að fyr­ir­tækið hafi flutt rúm­an millj­arð króna til fé­laga á Má­ritíus og Bretlandi til að kom­ast hjá skatt­greiðslum. Það hafi fé­lagið gert með því að greiða fyr­ir­tæk­inu um­deild og óljós „gjöld“, en einnig hafi fé­lagið selt fisk und­ir kostnaðar­verði til fyr­ir­tækja á Kýp­ur.

Sam­herji seg­ir um end­ur­tekið efni að ræða

Í til­kynn­ingu Sam­herja vegna um­fjöll­un­ar OCCRP seg­ir að um end­ur­tekið efni um starf­semi Sam­herja í Namib­íu sé að ræða. Seg­ir Sam­herji um­fjöll­un­ina vill­andi og bend­ir á fjög­ur atriði sem séu rang­færsl­ur eða þarfn­ist nán­ari skýr­inga.

mbl.is