Rekstrartapið 13-15 milljarðar

Hlutafjárútboð er fyrirhugað í ágúst.
Hlutafjárútboð er fyrirhugað í ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Af­koma Icelanda­ir á öðrum árs­fjórðungi 2020 var nei­kvæð um 13,7-15,1 millj­arð ís­lenskra króna, sam­kvæmt bráðabirgðaupp­gjöri sem birt var í dag. Hrein­ar rekstr­ar­tekj­ur voru sem sagt mín­us 100-110 millj­ón­ir banda­ríkja­dala en voru -24 millj­ón­ir á sama tíma­bili 2019. 

Tekj­ur fé­lags­ins dróg­ust sam­an um 85% á milli ára og námu um 60 millj­ón­um banda­ríkja­dala, and­virði um 8,2 millj­arða króna. Á öðrum árs­fjórðungi 2019 voru tekj­urn­ar 403 millj­ón­ir dala.

Hand­bært fé fé­lags­ins nam í lok fjórðungs­ins 154 millj­ón­um banda­ríkja­dala.

Í til­kynn­ingu um bráðabirgðaupp­gjörið seg­ir að rekst­ur­inn hafi orðið fyr­ir mikl­um áhrif­um af kór­ónu­veirunni, ferðabönn­um tengd­um henni og til­heyr­andi sam­drætti í spurn eft­ir flugi.

Gefið hef­ur verið út að fé­lagið þurfi að safna hátt í 30 millj­örðum króna í nýju hluta­fé og útboð fer fram um miðjan ág­úst þar sem von­ast er til að það gangi eft­ir. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að fé­lagið sé á loka­stig­um í viðræðum við kröfu­hafa en niðurstaða þarf að fást í þær fyr­ir útboðið. Samn­ing­arn­ir eiga að liggja fyr­ir fyr­ir lok mánaðar.

mbl.is