Hjónin David og Victoria Beckham fóru í frí til Ítalíu í síðustu viku. Ríka og fræga fólkið er vant því að ferðast til Ítalíu á sumrin og virðast Beckham-hjónin og fjölskylda vera óhrædd við að fara þangað þrátt fyrir að Ítalía hafi farið einna verst út í kórónuveirufaraldrinum í Evrópu.
Hjónin eru sögð hafa farið til Puglia-héraðs á Ítalíu í frí með fjórum börnum sínum og nýbakaðri unnusta Brooklyns Beckham, Nicolu Peltz, að því fram kemur á vef Daily Mail.
Er fjölskyldan sögð dvelja í villu í Borgo Egnazia. Í bænum er að finna allt sem hæfir fjölskyldu þeirra Beckham-hjóna. Michelin-veitingastaður er í bænum, golfvöllur og tveir strandstaðir með aðgengi að einkaströndum. Beckham-fjölskyldan notaði golfbíla til þess að ferðast um bæinn og sást einnig fara á ströndina á hjólum.
Þetta er ekki fyrsta fríið sem knattspyrnustjarnan fer í í sumar. Hann kom meðal annars til Íslands í veiði með vinum sínum Björgólfur Thor Björgólfssyni og Guy Ritchie.