Biggi lögga kominn með kærustu

Stefanie og Biggi lögga eru nýtt par.
Stefanie og Biggi lögga eru nýtt par. Skjáskot/Instagram

Birgir Örn Stefánsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er kominn með kærustu. Sú heppna er Stefanie Esther Egilsdóttir. Mannlíf greindi fyrst frá.

Smartland sagði frá því í byrjun sumars að Biggi lögga væri skilinn að borði og sæng og leitaði nú ástarinnar á Tinder. Hann hefur nú fundið hana í örmum Stefanie. Parið hefur sést saman á veitingastöðum og á ferðalagi um landið síðustu vikur að sögn Mannlífs.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is