20% starfsfólks ráðin á ný

Íshellirinn í Langjökli hefur verið vel sóttur í sumar og …
Íshellirinn í Langjökli hefur verið vel sóttur í sumar og er vinsæll á meðal Íslendinga. Ljósmynd/Arctic Adventures

Ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Arctic Advent­ur­es hef­ur end­ur­ráðið 20% af því starfs­fólki sem áður vann hjá fyr­ir­tæk­inu.

Arctic Advent­ur­es sagði öll­um 152 starfs­mönn­um sín­um upp í lok apríl vegna þeirra áhrifa sem kór­ónu­veir­an hafði á rekst­ur­inn en að sögn Styrmis Þórs Braga­son­ar, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, er nú áætlað að velt­an verði 30-35% af því sem hún var í fyrra.

Þá nam hún sex millj­örðum króna. Það sem af er júlí nem­ur aðsókn í ferðir fyr­ir­tæk­is­ins um 26% af því sem hún var í fyrra. „Þetta er betra en maður átti von á. Þetta er allt að þró­ast í rétta átt en auðvitað miklu minna en áður. Ef maður horf­ir einn og hálf­an mánuð aft­ur í tím­ann er þetta mun betra en bú­ast mátti við,“ seg­ir Styrm­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið en hann til­kynnti starfs­fólki tíðind­in í vik­unni.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Styrm­ir að í ljósi þeirra erfiðleika sem ferðaþjón­ust­an stend­ur frammi fyr­ir sé þörf á samþjöpp­un í grein­inni til þess að minnka yf­ir­stjórn­un­ar­kostnað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: