Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Seattle í nótt. Lögregla beitti mótmælendur piparsprey og óbanvænum handsprengjum, en mótmælendur brutu rúður og kveiktu í. 45 mótmælendur voru handteknir og 21 lögregluþjónn slasaðist.
Lögregluofbeldi og kynþáttafordómum var mótmælt víða í Bandaríkjunum í gærkvöldi, en mótmælin í Seattle voru til stuðnings mótmælendum í Portland í Oregon-ríki.
Í Austin í Texas-ríki var einn mótmælandi skotinn til bana. Eftir því sem fram kemur á BBC hefur árásarmaðurinn verið handtekinn.
Í Seattle komu þúsundir saman í friðsömum mótmælum. Hópur fólks kveikti síðan í byggingarsvæði og brutu rúður í dómshúsi borgarinnar. Í kjölfarið sagði lögregla mótmælin vera óeirðir og til átaka kom milli hópa mótmælenda og lögreglu.
Í Aurora, Colorado, var Elijah McClain, 23 ára gamals svarts karlmanns sem var myrtur af lögreglu í ágúst á síðasta ári, minnst af mótmælendum. Bíll ók í gegnum hóp mótmælenda í borginni en engin slasaðist.
ÍLouisville, Kentucky, komu hundruð liðsmenn þjóðvarðliða svartra saman og kröfðust réttlætis fyrirBreonnuTaylor, 26 ára gamallar svartrar konu sem var myrt af lögreglu á heimili sínu í mars síðastliðnum.
Hópurinn bar skotvopn og gekk í fylkingum að lokuðum gatnamótum þar sem lögregla aðskyldi hópinn frá hópi fólks sem mótmælti mótmælunum og bar einnig skotvopn.
Þá voru 75 handteknir í Omaha, Nebraska, þar sem mótmælendur minntust James Scurlock, 22 ára gamals svarts manns sem var myrtur af hvítum bareiganda í maí.