Forðist arð- og bónusgreiðslur

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. AFP

Seðlabanki Evr­ópu hvet­ur stjórn­end­ur banka til þess að falla frá arð- og bón­us­greiðslum í ár. Er þetta gert til að tryggja að bank­arn­ir séu nægj­an­lega vel sett­ir til þess að tak­ast á við efna­hags­lægðina sem kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn leysti úr læðingi.

Til­mæl­in gilda til ný­árs­dags og koma í stað fyrri til­mæla sem giltu til októ­ber í ár. Seg­ir í til­kynn­ingu frá Seðlabanka Evr­ópu að þetta sé liður í að styðja við hag­kerf­in á óvissu­tím­um sem þess­um. 

mbl.is