Hættur eftir 48 ár til sjós

Halldór Hjálmarsson tekur við blómvendi og heillaóskum frá Gylfa Guðjónssyni, …
Halldór Hjálmarsson tekur við blómvendi og heillaóskum frá Gylfa Guðjónssyni, útgerðarstjóra FISK Seafood. mbl.is/FISK Seafood

Ný­verið kom Hall­dór Hjálm­ars­son úr sinni síðustu veiðiferð með Málmey SK-1 og af því til­efni af­henti Gylfi Guðjóns­son út­gerðar­stjóri hon­um blóm og gjafa­kort frá FISK og sam­starfs­fólki, með kæru þakk­læti fyr­ir sam­starfið og vinnu í þágu fyr­ir­tæk­is­ins í ára­tugi. Frá þessu seg­ir á vefsíðu FISK Sea­food.

Hall­dór hóf störf hjá FISK árið 1987 og hef­ur því verið hjá fyr­ir­tæk­inu í 33 ár, þar af sem kokk­ur frá 1991. Áður var hann á sjó á bát­um frá Grinda­vík í 15 ár og árin til sjós því orðin 48.

„Það er margs að minn­ast frá löng­um ferli en eft­ir­minni­leg­ar eru löngu ferðirn­ar í Smuguna og einnig sigl­ing­ar er­lend­is um jól­in sem voru erfiðar fyr­ir fjöl­skyldu­fólk. Spurður um mat­ar­hefðir sjó­manna sagði Dóri að fisk­ur­inn og lamba­kjötið væri alltaf vin­sælt og klikkaði aldrei, en yngri menn­irn­ir vildu gjarn­an hafa pizz­ur og ham­borg­ara,“ seg­ir í frétt FISK.

Sam­kvæmt frétt­inni seg­ist Dóri ekki kvíða verk­efna­leysi þótt hann hætti til sjós. Hann hlakk­ar til að eyða tíma með barna­börn­un­um og fjöl­skyld­unni. Þakk­ar hann sam­starfs­fólki og stjórn­end­um FISK fyr­ir ánægju­legt sam­starf.

„Strák­arn­ir eru bún­ir að segja ,,takk fyr­ir mig“ í öll þessi ár og nú segi ég takk fyr­ir mig,“ er vitnað til Hall­dórs að end­ingu í frétt­inni.

mbl.is