Kate Brown, ríkisstjóri Oregon-ríkis í Bandaríkjunum, greindi frá því í dag að alríkislögreglumenn myndu að yfirgefa borgina Portland í áföngum. Styr hefur staðið um veru þeirra í borginni en þeir hafa ítrekað lent í átökum við mótmælendur og hafa verið sakaðir um að nema mótmælendur á brott ólöglega.
Settur forstjóri innanríkisöryggismáladeildar ríkisins (e. Department of Homeland Security) sagði í yfirlýsingu að búið væri að semja við Brown um aðgerðaáætlun varðandi brottflutning alríkislögreglunnar. AP-fréttaveitan greinir frá.
„Ríkislögreglan og staðbundnar lögreglusveitir munu halda áfram að verja eignir og sjá um löggæslu á götum, sérstaklega götum sem eru nálægt alríkisbyggingum sem atlaga hefur verið gerð að síðustu tvo mánuði,“ sagði Wolf.
Alríkislögreglan mun yfirgefa miðborg Portland á morgun. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að alríkislögreglumenn myndu ekki yfirgefa Portland fyrr en stjórnvöld þar ná að tryggja öryggi borgarinnar.