Kanadíski tónlistarmaðurin Drake hefur dvalið á eyjunni Barbados síðustu vikurnar. Þar hefur hann spilað körfubolta, farið í siglingu og heimsótt æskuheimili fyrrverandi kærustu sinnar, Rihönnu.
Barbados er heimaland Rihönnu en þau Drake hafa átt í flóknu sambandi í gegnum árin en þó alltaf verið vinir.
Drake virðist hafa tekið vinahópinn með sér til Barbados og hafa þeir félagar fengið mikla athygli. Þeir spiluðu körfuboltaleik við heimamenn og fengu margir adáendur hans mynd af sér með honum.
Drake er einn þekktasti tónlistarmaður í heiminum og flaug á fallega skreyttri einkaþotu sinni til eyjanna.