Fundu talsvert af makríl í Noregshafi og við Jan Mayen

Makríll leystur úr poka.
Makríll leystur úr poka. mbl.is/Árni Sæberg

Um­tals­vert magn af mak­ríl fannst í mið- og norður­hluta Nor­egs­hafs, þar á meðal suðsuðaust­ur af Jan Mayen.

Þetta kom fram í frétt norsku haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar í gær. Mak­ríll­inn við Jan Mayen var stór og feit­ur og stút­full­ur af átu.

Fjölþjóðleg­ur leiðang­ur í Norður­höf­um að sum­ar­lagi (IESSNS) hef­ur staðið yfir. Árni Friðriks­son RE tók þátt í hon­um fyr­ir hönd Íslands en einnig voru með í för skip frá Nor­egi, Fær­eyj­um, Græn­landi og Dan­mörku. Von er á til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókna­stofn­un um fyrstu niður­stöður, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: