Umtalsvert magn af makríl fannst í mið- og norðurhluta Noregshafs, þar á meðal suðsuðaustur af Jan Mayen.
Þetta kom fram í frétt norsku hafrannsóknastofnunarinnar í gær. Makríllinn við Jan Mayen var stór og feitur og stútfullur af átu.
Fjölþjóðlegur leiðangur í Norðurhöfum að sumarlagi (IESSNS) hefur staðið yfir. Árni Friðriksson RE tók þátt í honum fyrir hönd Íslands en einnig voru með í för skip frá Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku. Von er á tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun um fyrstu niðurstöður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.