Mun minna af makríl í íslenskri landhelgi

Árni Friðriksson.
Árni Friðriksson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bráðabirgðaniður­stöður sýna að magn mak­ríls í ís­lenskri land­helgi er mun minna en verið hef­ur und­an­far­in ár.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Í leiðangri rann­sókn­ar­skips­ins Árna Friðriks­son­ar mæld­ist einnig mun minna af kol­munna í ár en fyrri ár. Magn síld­ar er hins veg­ar álíka og und­an­far­in ár. Í leiðangr­in­um voru einnig merkt 403 hrogn­kelsi.

Árni Friðriks­son rann­sakaði út­breiðslu og þétt­leika mak­ríls, síld­ar og kol­munna í ís­lenskri land­helgi fyr­ir norðan, norðaust­an og sunn­an landið.

Á meðan dekkuðu Fær­ey­ing­ar ís­lensku lög­sög­una fyr­ir aust­an land og Græn­lend­ing­ar fyr­ir vest­an.

mbl.is