Bráðabirgðaniðurstöður sýna að magn makríls í íslenskri landhelgi er mun minna en verið hefur undanfarin ár.
Þetta kemur fram á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar.
Í leiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar mældist einnig mun minna af kolmunna í ár en fyrri ár. Magn síldar er hins vegar álíka og undanfarin ár. Í leiðangrinum voru einnig merkt 403 hrognkelsi.
Árni Friðriksson rannsakaði útbreiðslu og þéttleika makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi fyrir norðan, norðaustan og sunnan landið.
Á meðan dekkuðu Færeyingar íslensku lögsöguna fyrir austan land og Grænlendingar fyrir vestan.