Kynfræðingurinn Sigga Dögg er komin með kærasta. Sigga birti mynd af sér og kærastanum kyssast fyrir framan fossinn Dynjanda.
Sá heppni heitir Sævar Eyjólfsson og er ættaður úr Bolungarvík. Sævar spilaði fótbolta um tíma fyrir ÍBV og hefur komið víða við á landinu. Hann á eina dóttur úr fyrra sambandi.
Sigga Dögg og fyrrverandi eiginmaður hennar, Hermann Sigurðsson, skildu fyrr á þessu ári en saman eiga þau þrjú börn.
Smartland óskar Siggu og Sævari innilega til hamingju með að hafa fundið ástina!
View this post on InstagramA post shared by Sigga Dögg (@sigga_dogg_sexologist) on Jul 29, 2020 at 3:00am PDT