Sænskt efnahagslíf staðið sig best

Landsframleiðsla í Svíþjóð jókst lítillega á fyrsta ársfjórðungi 2020 (jan-mars) …
Landsframleiðsla í Svíþjóð jókst lítillega á fyrsta ársfjórðungi 2020 (jan-mars) samanborið við sama tímabil í fyrra. Það hefur þó lítið að segja um framtíðina að sögn sænsks hagfræðings. AFP

Sænskt efna­hags­líf hef­ur komið skást und­an kór­ónu­veirufar­aldr­in­um af öll­um ríkj­um Evr­ópu. Þetta er niðurstaða út­tekt­ar breska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Capital Economics sem birt var í síðustu viku.

Þar er því spáð að sam­drátt­ur lands­fram­leiðslu á Norður­lönd­um vegna heims­far­ald­urs­ins verði með því minnsta sem ger­ist í heim­in­um eða um 3% í Dan­mörku og Nor­egi og jafn­vel minni í Svíþjóð. Ekki er að sjá að Ísland sé sér­stak­lega tekið fyr­ir í grein­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að sænskt efna­hags­líf hafi síður en svo verið ónæmt fyr­ir veirunni. Neyt­end­ur hafi marg­ir haldið að sér hönd­um og dregið úr ónauðsyn­leg­um út­gjöld­um, þó svo að fyr­ir­tækj­um og veit­inga­stöðum hafi ekki verið lokað. „Að því sögðu er staðreynd­in að Svíþjóð var eina stóra hag­kerfið sem óx á fyrsta árs­fjórðungi til þess fall­in að milda höggið,“ seg­ir í skýrsl­unni en þar er vísað til þess að lands­fram­leiðsla í Svíþjóð var meiri fyrstu þrjá mánuði þessa árs en árið á und­an. Ein þeirra mögu­legu skýr­inga sem velt er upp er að skól­um var haldið opn­um í Svíþjóð í vor, sem hafði í för með sér að for­eldr­ar gátu sótt vinnu eins og venju­lega. 

Spá­in of já­kvæð

Sænska dag­blaðið leit­ar skýr­inga alþjóðahag­fræðings­ins Lars Calm­fors á tíðind­un­um, en hann er ein­hverj­um Íslend­ing­um kunn­ug­ur sem fyrr­ver­andi rit­stjóri nor­ræna fræðitíma­rits­ins Nordic Economic Policy Review.

Calm­fors seg­ir það ekki skipta máli upp á framtíðarþró­un­ina þótt lands­fram­leiðslan hafi auk­ist á fyrsta árs­fjórðungi þar sem veir­an breidd­ist seinna út í Svíþjóð en mörg­um öðrum Evr­ópu­lönd­um. „Það verður áhuga­verðara að skoða ann­an árs­fjórðung og hvernig staðan verður yfir allt árið.

Þar eru spárn­ar fyr­ir Svíþjóð ei­lítið betri en hjá mörg­um öðrum ESB-ríkj­um en þó ekki miklu betri,“ seg­ir Calm­fors. Hann tel­ur spár Capital Economics of já­kvæðar, en þar er gert ráð fyr­ir 1,5% sam­drætti í lands­fram­leiðslu í Svíþjóð á ár­inu, á sama tíma og spár sænskra stjórn­valda gera ráð fyr­ir 5,4% sam­drætti.

mbl.is