Skemmtikraftar fara hörðum orðum um ferðaþjónustuna

Króli er ekki sáttur með ferðaþjónustuna. Jóhannes Þór segist hafa …
Króli er ekki sáttur með ferðaþjónustuna. Jóhannes Þór segist hafa fullan skilning á stöðu skemmtikrafta. Ljósmynd/Samsett

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ist hafa full­an skiln­ing á þeirri erfiðu stöðu sem fjöl­marg­ir skemmtikraft­ar eru í vegna hertra sótt­varnaaðgerða. Hann bend­ir þó á að ferðaþjón­ust­an taki eng­ar ákv­arðanir. 

Skemmtikraft­ar af ýmsu tagi hafa lýst yfir von­brigðum sín­um á sam­fé­lags­miðlum í dag í kjöl­far þess að stjórn­völd kynntu 100 manna sam­komu­mörk og fleiri sótt­varnaaðgerðir. 

Sum­ir hafa farið hörðum orðum um ferðaþjón­ust­una og kenna opn­un landa­mæra um aukna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar, meðal ann­ars rapp­ar­inn Króli. 


Jó­hann­es seg­ist finna til með skemmti­kröft­um og hafa full­an skiln­ing á þeirri stöðu sem þeir eru í, enda hafi ferðaþjón­ust­an ekki síður komið illa út úr far­aldr­in­um. 

„Við höf­um auðvitað mik­inn skiln­ing á því að skemmtikraft­ar, tón­list­ar­menn og aðrir verða mjög illa úti þegar þetta skell­ur svona á. Við höf­um fyllstu samúð með því, enda þekkj­um við það mjög vel hvernig þetta get­ur leikið þá sem eru í at­vinnu­rekstri. Hins veg­ar er rétt að benda á það þegar bent er á ferðamenn að það hef­ur ekki komið smit nema frá ein­um ferðamanni, sem ein­hverj­ir þrír að mér skilst hafa smit­ast af,“ seg­ir Jó­hann­es. 

„Landið hef­ur nátt­úru­lega verið opið fyr­ir þeim sem eiga hér ræt­ur í sam­fé­lag­inu og það er kannski ekki síður það. Þetta er kannski skilj­an­leg út­rás sem fólk þarf að fá en ég get ekki tekið und­ir það að þetta sé er­lend­um ferðamönn­um að kenna eða að ferðaþjón­ust­an hafi þrýst á ein­hverj­ar opn­an­ir sem ekki hefðu átt að vera. Við höf­um bara ein­fald­lega bent á efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar og það er svo yf­ir­valda að taka ákv­arðanir um það hvernig hlut­irn­ir eru gerðir. Það er ekki ferðaþjón­ust­unn­ar að ákveða það,“ seg­ir Jó­hann­es og bæt­ir við:

„Ég skil að þetta komi mjög illa við fólk í þess­um bransa en við bend­um jafn­framt á að þetta er held­ur mik­il ein­föld­un á mál­inu. Það hef­ur alltaf verið talað um að við þurf­um lík­lega að tak­ast á við aðra bylgju, þó að hún komi kannski fyrr en von var á, en það var kannski bara tímaspurs­mál.“

mbl.is