Bjarni Ólafsson með um 960 tonn

Beitir og Bjarni Ólafsson að veiðum í Smugunni. Mynd úr …
Beitir og Bjarni Ólafsson að veiðum í Smugunni. Mynd úr safni. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

Bjarni Ólafs­son AK, skip út­gerðar­inn­ar Run­ólfs Hall­freðsson­ar, kom til hafn­ar í Nes­kaupstað í gær með um 960 tonn af mak­ríl, en Bjarni kem­ur úr Síld­ars­mugunni, eða rúm­lega 300 mílna leið frá Nes­kaupstað.

Á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar kem­ur fram að skip hafi verið að taka 150-250 tonna hol eft­ir að veiði glædd­ist á miðviku­dag­inn. Haft er eft­ir Þor­keli Pét­urs­syni, stýri­manni á Bjarna, að eft­ir tals­verða leit hafi loks­ins fund­ist blett­ur þar sem veiði var að hafa. Mak­ríll­inn hafi verið held­ur minni en áður fékkst, eða um 450 grömm að meðaltali á móti 500 grömm­um áður.

Auk ís­lenskra skipa voru þarna einnig rúss­nesk og græn­lensk skip við veiðar.

Beit­ir NK er svo næsta skip sem dælt er um borð í í Síld­ars­mugunni sem land­ar hjá Síld­ar­vinnsl­unni. Alla­vega fimm önn­ur skip eru nú að veiðum á svæðinu og nokk­ur einnig á leiðinni þangað.

mbl.is