Seljast eins og heitar lummur

Grímur Ölbu koma í ýmsum litum og mynstrum.
Grímur Ölbu koma í ýmsum litum og mynstrum. Ljósmynd/Sigurður Unnar Ragnarsson

Fjöldi fólks hafði sam­band við Ölbu Indíönu Ásgeirs­dótt­ur þegar hún setti inn færslu á Face­book og aug­lýsti handsaumaðar and­lits­grím­ur.

Eft­ir­spurn­in lét ekki á sér standa þar sem hert­ar sótt­varn­a­regl­ur áskilja grímu­notk­un hvar sem ekki er hægt að fram­fylgja tveggja metra regl­unni.

„Ég hafði bara saumað grím­ur handa mér og syst­ur minni og átti af­gang af efni til að sauma meira. Mamma mín stakk síðan upp á að byrja að selja þær,“ seg­ir Alba. Hún gaf lítið fyr­ir hug­mynd­ina í byrj­un en ákvað síðan að setja inn færslu á Face­book og fyrr en varði höfðu 30 manns sett sig í sam­band við Ölbu eða skrifað at­huga­semd­ir við færsl­una í von um ein­tak, á tveim­ur dög­um.

„Ég var mjög hissa yfir þessu,“ seg­ir Alba. Að lok­um ákvað hún að taka ekki við fleiri fyr­ir­spurn­um, að því er fram kem­ur í Morgu­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: