Týr við eftirlit í Síldarsmugunni

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Týr, varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, hef­ur verið við eft­ir­lit í Síld­ars­mugunni síðan á fimmtu­dag. Í morg­un voru sjö ís­lensk upp­sjáv­ar­skip á svæðinu en í síðustu viku voru þau flest 14.

Alls hafa verið auðkennd 27 skip og voru öll með leyfi til veiða. Varðskips­menn héldu til eft­ir­lits í eitt skip. Var þar allt í sóma og ekk­ert að at­huga. Ekki fiskaðist sér­stak­lega vel svo flest skip­in voru far­in á ferðina þegar Týr yf­ir­gaf svæðið í gær­kvöld. Voru skip­in á veiðum um 300 sjó­míl­ur aust­ur af strönd.

Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

All­mörg ár eru síðan ís­lenskt varðskip var síðast við eft­ir­lit í Síld­ars­mugunni. Land­helg­is­gæsl­an sinn­ir alþjóðleg­um eft­ir­lits­skyld­um á svæðinu sem aðili að Norðaust­ur-Atlants­hafs­fisk­veiðiráðinu (NEAFC).

mbl.is