Hólahátíð felld niður vegna kórónuveiru

Hólar í Hjaltadal
Hólar í Hjaltadal

Hin ár­lega Hóla­hátíð, sem halda átti 15. til 16. ág­úst næst­kom­andi, hef­ur verið felld niður vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Þó verður mess­an tek­in upp í kirkj­unni og út­varpað viku seinna eins og til stóð.

Þetta kem­ur fram í frétt á kirkj­an.is. Hóla­hátíð er jafn­an fjöl­menn hátíð og því talið ástæðulaust að efna til henn­ar í ljósi sam­komu­banns­ins sem miðast nú við 100 manns og tveggja metra ná­lægðarreglu milli fólks.

Hóla­hátíð átti að þessu sinni að hefjast á laug­ar­dags­morgni með píla­gríma­göngu eft­ir Hall­grím­s­veg­in­um frá Gröf á Höfðaströnd að Hól­um. Á sunnu­deg­in­um stóð til að halda tón­leika í Hóla­dóm­kirkju. Þar átti enn­frem­ur að vera hátíðarmessa klukk­an 14 og hátíðarsam­koma á sama stað klukk­an 17.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: