Varðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem var handtekinn í kjölfar eldsvoðans við Bræðraborgarstíg 25. júní rennur út 11. ágúst. Ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum mun liggja fyrir í byrjun næstu viku samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu miðar vel og er langt komin. Lögreglu tókst fyrst að ræða við manninn sem grunaður er um íkveikju sem olli brunanum í lok júlí vegna andlegra veikinda hans.
Þrír létust í brunanum og margir misstu heimili sitt og eigur.