Lætur ekki bjóða sér hvað sem er

00:00
00:00

Hinn fjór­tán ára gamli Gabrí­el Warén bjargaði þrast­ar­unga úr gini heim­iliskatt­ar­ins Ronju á dög­un­um. Ljóst þótti að ekki væri ráðlegt að sleppa ung­an­um aft­ur þar sem hann yrði auðveld bráð ein­ung­is á tveim­ur jafn­fljót­um og hreiðrið hvergi að sjá.

Gabriel Warén og Pípí ná vel saman. Sá síðarnefndi mun …
Gabriel Warén og Pípí ná vel sam­an. Sá síðar­nefndi mun víst fylgj­ast með ung­lingn­um í tölvu­leikj­um og hef­ur það náðugt í her­berg­inu með hon­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Því tók Gabrí­el ófleyga ung­ann að sér. Málið vandaðist þó þegar átti að gefa ung­an­um í gogg­inn en hann leit ekki við ormun­um né pödd­un­um sem reynt var að koma ofan í hann. Mamma ung­ans, sem hef­ur hlotið hef­ur nafnið Pípí, hafði þó kallað eft­ir hon­um við heim­ilið frá því að hann lenti í gini Ronju. Fjöl­skyld­an brá því á það ráð að leggja Pípí út á á sval­irn­ar þar sem móðir hans gat gefið hon­um í gogg­inn. Svona hef­ur þetta gengið hjá fjöl­skyld­unni í Kópa­vog­in­um und­an­farna daga.

Móðir Pípís gafst ekki upp á unganum þó hann væri …
Móðir Pípís gafst ekki upp á ung­an­um þó hann væri kom­inn á annað heim­ili og beið eft­ir því að geta gefið hon­um í gogg­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Heim­il­is­faðir­inn Vil­hjálm­ur Warén seg­ir að vænt­an­lega stytt­ist þó í að Pípí taki flugið þar sem hann hef­ur mundað sig við flu­gæf­ing­ar á svöl­un­um að und­an­förnu. Í mynd­skeiðinu að ofan má sjá mynd­skeið sem fjöl­skyld­an hef­ur tekið af ferl­inu.

Pípí hefur haft aðsetur í herbergi Gabríels frá því að …
Pípí hef­ur haft aðset­ur í her­bergi Gabrí­els frá því að fjöl­skyld­an tók hann að sér. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is