Strandveiðibátur kom öðrum til aðstoðar

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRO var kölluð út til að aðstoða vélarvana …
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRO var kölluð út til að aðstoða vélarvana strandveiðibát við Ingólfsgrunn. Annar strandveiðibátur tók hann í tog. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar var til­kynnt um vél­ar­vana strand­veiðibát sem rak að skeri við Ing­ólfs­grunn á Húna­flóa á þriðja tím­an­um í dag. Þyrla gæsl­unn­ar, TF-GRO, var á flugi við Snæ­fells­nes þegar hún var beðin um að halda í átt að bátn­um, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Einn var um borð í bátn­um sem þurfti aðstoð og tókst hon­um að setja akk­eri báts­ins út sem kom í veg fyr­ir að bát­ur­inn steytti á sker­inu.

Þá seg­ir að ann­ar strand­veiðibát­ur hafi verið beðinn um að veita þeim vél­ar­vana aðstoð og var þyrl­an mætt á staðinn fimm mín­út­ur fyr­ir þrjú og var til taks á meðan bát­ur­inn var tek­inn í tog af hinum strand­veiðibátn­um. Vel gekk að koma línu á milli bát­anna og eru þeir á leið í átt að Drangs­nesi.

Tvö út­köll í dag

Bent er á í til­kynn­ingu gæsl­unn­ar að þetta sé í annað sinn í dag sem þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar er kölluð út en skömmu fyr­ir há­degi var óskað eft­ir þyrlu vegna manns í sjón­um við Álfta­nes. Maður­inn fannst um það leyti sem þyrl­an var að hefja sig til flugs frá Reykja­vík­ur­flug­velli.

mbl.is