Icelandair flutti 73.159 farþega í júlí

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. Ljósmynd/Anna Sigríður

Icelanda­ir flutti ríf­lega 73 þúsund farþega í nýliðnum júlí­mánuði og fjölgaði þeim mjög milli mánaða sem tóku sér far með fé­lag­inu. Í júní­mánuði voru farþeg­arn­ir aðeins 18.494.

Þrátt fyr­ir hinn mikla vöxt milli mánaða fækkaði farþegum í júlí­mánuði um 87% miðað við sama mánuð í fyrra. Hinn aukni farþega­fjöldi milli mánaða ger­ir það að verk­um að sæta­nýt­ing jókst mikið eða úr 50,9% í júní í 70,3% í júlí­mánuði.

Hið aukna nýt­ing­ar­hlut­fall skýrist einnig af því að fyr­ir­tækið hef­ur dregið gríðarlega úr fram­boðnum sætis­kíló­metr­um. Nem­ur sam­drátt­ur­inn m.v. þann mæli­kv­arða 89%.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Icelanda­ir var fjöldi farþega til Íslands um 58.200 í júlí en aðeins um 13.300 manns fóru frá land­inu yfir sama tíma­bil, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: