Engar rækjuveiðar við Eldey

Hafró vill ekki heimila rækjuveiðar við Eldey.
Hafró vill ekki heimila rækjuveiðar við Eldey. mbl.is

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að að veiðar á rækju við Eld­ey verði ekki heim­ilaðar árið 2020, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Þar seg­ir að sam­kvæmt stofn­mæl­ingu sum­arið 2020 sé stærð rækju­stofns­ins við Eld­ey und­ir varúðarmörk­um stofns­ins. Lítið hef­ur feng­ist af þorski og ýsu í stofn­mæl­ingu rækju við Eld­ey frá ár­inu 2010 en árið 2020 fékkst mikið af ýsu.

Einnig ráðlegg­ur Haf­rann­sókna­stofn­un að afli fyr­ir út­hafs­rækju fisk­veiðiárið 2020/​2021 verði ekki meiri en 5.136 tonn. Þá hef­ur vísi­tala veiðistofns út­hafs­rækju breyst lítið á ár­un­um 2012 til 2020 „fyr­ir utan árið 2015 þegar hún lækkaði og var sú lægsta frá upp­hafi mæl­inga“. Bent er á að vísi­tala veiðihlut­falls hef­ur verið und­ir mark­gildi frá ár­inu 2016.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: