Söfnun lífræns úrgangs hefst í Grafarvogi

Við öll hús í Hamrahverfi bætast við brún 140 lítra …
Við öll hús í Hamrahverfi bætast við brún 140 lítra sorpílát í haust, en stærð þeirra er sambærileg við spartunnu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykja­vík­ur­borg hef­ur hafið und­ir­bún­ing á sér­söfn­un á líf­ræn­um eld­húsúr­gangi í Hamra­hverfi í Grafar­vogi, en verk­efnið er hluti af aðgerðaáætl­un um sér­söfn­un á líf­ræn­um eld­húsúr­gangi og end­ur­vinnslu á hon­um.

Við öll hús í Hamra­hverfi bæt­ast við brún 140 lítra sorpílát í haust, en stærð þeirra er sam­bæri­leg við spartunnu, auk þess sem litlu söfn­unaríláti til að nota í eld­húsi verður dreift til allra heim­ila, ásamt maí­s­pok­um til að nota fyrstu vik­urn­ar. Fyr­ir­hugað er að byrjað verði að safna úr­gangi úr brún­um tunn­um fyr­ir lok sept­em­ber.

Áætl­un um áfram­hald­andi til­rauna­verk­efni á sér­söfn­un líf­ræns eld­húsúr­gangs í Hamra­hverfi var samþykkt á fundi um­hverf­is- og heil­brigðisráðs 27. maí síðastliðinn, en í viðhorfs­könn­un frá 2018 töldu 78% íbúa Reykja­vík­ur mjög lík­legt eða lík­legt þeir myndu nýta sér tunnu und­ir líf­ræn­an úr­gang við heim­ili.

Þegar farið er að flokka frá líf­ræn­an eld­húsúr­gang til viðbót­ar við aðra flokk­un má gera ráð fyr­ir að efnið sem fer í grátunn­una geti minnkað. Þá get­ur skap­ast tæki­færi til að skipta út hefðbund­inni grátunnu fyr­ir spartunnu og þannig draga úr kostnaði heim­il­is­ins vegna sorp­hirðu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is