2.500 sagt upp hjá Debenhams

Debenhams hefur þurft að segja upp 2.500 starfsmönnum.
Debenhams hefur þurft að segja upp 2.500 starfsmönnum. AFP

Breska versl­un­ar­keðjan De­ben­hams hef­ur neyðst til að segja upp 2.500 starfs­mönn­um vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. í til­kynn­ingu frá De­ben­hams kem­ur fram að marg­ar versl­un­ar­eig­end­ur hafi þurft að taka ákvörðun um að segja upp fólki und­an­farið og allt verði gert til þess að reyna að tryggja framtíð De­ben­hams. Baug­ur átti á sín­um tíma stór­an hlut í breska vöru­hús­inu. 

Á sama tíma sé langt í land þar sem efna­hags­leg­ar aðstæður séu mjög erfiðar í rekstri fyr­ir­tækja í Bretlandi og víðar. 

De­ben­hams var forðað frá gjaldþroti í apríl eft­ir að fyr­ir­tækið náði að semja við lána­drottna. Alls hafa tap­ast 730 þúsund störf í Bretlandi frá því í mars.

mbl.is