Afmáði upplýsingar til verndar heimildamönnum

Helgi Seljan.
Helgi Seljan. Skjáskot/RÚV

Fréttamaður­inn Helgi Selj­an seg­ir rangt að skýrsla Verðlags­stofu, sem um­fjöll­un Kast­ljósþátt­ar um Sam­herja árið 2012, hafi aldrei verið til. Gögn hafi ekki verið fölsuð held­ur hafi verið átt við þau til að afmá per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem hefðu getað vísað á heim­ilda­menn hans.

Þetta kom fram í viðtali við Helga í kvöld­frétt­um Stöðvar 2.

Guðmund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formaður Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna (VM), staðfest­ir að hann hafi fengið í hend­ur þau gögn sem Helgi Selj­an lagði til grund­vall­ar um­fjöll­un sinni um hugs­an­leg brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um í Kast­ljósþætti 2012.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Guðmund í Stund­inni.

Fyrr­ver­andi for­stöðumaður Verðlags­stofu skipta­verðs, sem Helgi ber að hafi unnið um­rætt skjal, minn­ist þess hins veg­ar ekki að hafa gert það og tel­ur rétt með farið hjá starfs­manni Verðlags­stofu sem seg­ir í tölvu­póst­um til Sam­herja að eng­in slík vinna hafi farið fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina