Karlmaður á sjötugsaldri sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna brunans á Bræðraborgarstíg í júlí, þar sem þrír létust, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til fjögurra vikna eða til 8. september næstkomandi.
Gæsluvarðhaldsins var óskað á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla.