Gagnrýna Samherja harðlega

Alma Ómarsdóttir er formaður Félags fréttamanna.
Alma Ómarsdóttir er formaður Félags fréttamanna.

Stjórn Fé­lags frétta­manna gagn­rýn­ir harðlega að stór­fyr­ir­tækið Sam­herji skuli veit­ast að per­sónu Helga Selj­an frétta­manns með „ómak­leg­um hætti“. 

Mynd­band fyr­ir­tæk­is­ins, sem birt var í dag, virðist hafa verið unnið til þess eins að vekja efa­semd­ir um rétt­mæta um­fjöll­un fjöl­miðla um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins.“

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Fé­lagi frétta­manna.

Þar seg­ir enn frem­ur að það sé áhyggju­efni að for­svars­menn stór­fyr­ir­tækja, sem fjöl­miðlar fjalli eðli­lega um, skuli velja að reyna að gera ein­staka fjöl­miðlamenn tortryggi­lega í stað þess að svara efn­is­lega þeim atriðum sem fram hafi komið í um­fjöll­un fjöl­miðla um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Það veki jafn­framt áhyggj­ur að fyr­ir­tækið skuli birta slík­ar ávirðing­ar í gervi heim­ildaþátt­ar og grafa þannig und­an fjöl­miðlum al­mennt.

Þekkt er víða um heim að fjár­sterk­ir aðilar beiti ýms­um aðferðum til að vekja efa­semd­ir um frétta­flutn­ing sem að þeim snýr. Það skap­ar þá hættu að grafið sé und­an trausti á fjöl­miðlum og að fjöl­miðlar veigri sér við að fjalla um ein­staka aðila. Af því er mik­il hætta búin fyr­ir lýðræðis­legt sam­fé­lag sem bygg­ir á því að al­menn­ing­ur fái að vita hvað ráðamenn í stjórn­mál­um og áhrifa­menn í viðskipt­um og at­vinnu­lífi aðhaf­ast. Slíkt hef­ur legið í loft­inu síðan Kveik­ur, Stund­in og Al Jazeera fjölluðu um Sam­herja­skjöl­in síðastliðið haust,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Stjórn Fé­lags frétta­manna lýs­ir einnig undr­un sinni og von­brigðum með að sum­ir fjöl­miðlar hafa tekið al­gjör­lega gagn­rýn­is­laust upp ásak­an­ir og fram­setn­ingu í mynd­bandi stór­fyr­ir­tæk­is­ins sem birt var í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina