Helgi hafi ekki haft nokkurn hlut í höndunum

Skýrsla sem Helgi Seljan lagði grundvallar ásakanna í garð Samherja …
Skýrsla sem Helgi Seljan lagði grundvallar ásakanna í garð Samherja um sölu á undirverði til eigin dótturfélags, kom ekki frá Verðlagsstofu skiptaverðs, að því er fram kemur í þættinum. Skjáskot/RÚV

Sam­herji hef­ur birt á Youtu­be fyrsta heim­ild­arþátt fyr­ir­tæk­is­ins um Seðlabanka­málið svo­kallaða, en það nær til ásak­ana sem fram komu í Kast­ljósi RÚV árið 2012 í garð fé­lags­ins um að það hefði selt karfa á und­ir­verði til eig­in dótt­ur­fé­lags er­lend­is og að um væri að ræða brot gegn þágild­andi gjald­eyr­is­lög­um. Mál­inu lauk í lok árs 2018 með því að Hæstirétt­ur felldi niður 15 millj­óna króna sekt sem Seðlabank­inn hafði lagt á.

Í þætt­in­um er sagt frá því að rann­sókn Seðlabanka Íslands og til­heyr­andi hús­leit hjá Sam­herja hafi orðið í kjöl­far þess að Helgi Selj­an hafi við gerð Kast­ljósþátt­ar borið skýrslu frá Verðlags­stofu skipta­verðs und­ir Seðlabank­ann sem benti til að fyrr­nefnd­ar ásak­an­ir um sölu á und­ir­verði væru rétt­ar.

Hins veg­ar er talið að um­rædd skýrsla hafi ekki verið gerð af Veðlags­stofu skipta­verðs og því velt upp hvort Helgi hafi átt við gögn.

Skýrsl­an ekki til

„Það var eitt­hvað sem ýtti Seðlabank­an­um af stað og eft­ir því sem við kom­umst næst eru það ein­hver gögn sem Helgi Selj­an, fréttamaður hjá Rík­is­út­varp­inu, fór með á fund gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans,“ seg­ir Garðar Gísla­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og fyrr­ver­andi vara­skatt­rann­sókn­ar­stjóri, í þætt­in­um.

Um­rædd skýrsla er í þætt­in­um sögð hafa verið aðal­heim­ild í þætti Kast­ljóss 27. mars 2012 um viðskipti Sam­herja. Í svör­um sem Sam­herja hafa borist frá Verðlags­stofu skipta­verðs kem­ur fram að stofn­un­in hafi aldrei gert skýrslu af því tagi sem Helgi er sagður vísa til og er sterk­lega gefið í skyn að Helgi hafi við gerð Kast­ljósþátt­ar­ins árið 2012 átt við gögn frá Verðlags­stofu skipta­verðs.

Menn á vegum Sérstaks saksóknara bera kassa inn í höfuðstöðvar …
Menn á veg­um Sér­staks sak­sókn­ara bera kassa inn í höfuðstöðvar Sam­herja árið 2012. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Kann að vera sjálf­ur sek­ur

„Það er allt sem bend­ir til þess að Helgi hafi ekki haft nokk­urn skapaðan hlut í hönd­un­um þegar hann hóf, má segja, mála­rekst­ur sinn gagn­vart Sam­herja 2012,“ seg­ir Jón Óttar Ólafs­son, af­brota­fræðing­ur og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglumaður, í þætt­in­um.

„Ef það reyn­ist rétt að Helgi Selj­an hafi átt við ein­hver gögn eða ein­hverj­ar skýrsl­ur er það auðvitað grafal­var­leg­ur hlut­ur. Ef hann er að fara með slíkt skjal á fund stjórn­valds sem hef­ur vald­heim­ild­ir og er að bera aðila sök­um um að hafa framið refsi­verðan verknað, þá er hann sjálf­ur að gera refsi­verðan verknað,“ seg­ir Garðar.

Í sam­tali við 200 míl­ur kveðst Helgi Selj­an hafa horft á um­rædd­an þátt Sam­herja í morg­un, en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Boða fleiri þætti

Und­ir lok þátt­ar­ins sem birt­ur var í morg­un seg­ir að RÚV hafi aldrei gefið Sam­herja kost á því að gera at­huga­semd­ir við ásak­an­irn­ar áður en þær birt­ust.

„Þetta var ekki í síðasta skipti sem Rík­is­út­varpið og Helgi Selj­an beittu þess­um vinnu­brögðum. Fram­hald í næsta þætti ...,“ seg­ir í texta að lok­um, en Helgi vann við þátt Kast­ljóss um starf­semi Sam­herja í Namib­íu.

mbl.is