Kæra á hendur Helga og RÚV „skoðuð"

Þorsteinn Már Baldvinsson, annars forstjóra Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, annars forstjóra Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

For­stjóri Sam­herja seg­ir að ástæður þess að Sam­herji birti þátt þar sem ásök­un­um á hend­ur Helga Selj­an og RÚV eru gerð skil séu tvíþætt­ar. Ann­ars veg­ar sé þetta svar Sam­herja við ára­langri her­ferð RÚV gegn fyr­ir­tæk­inu og for­svars­mönn­um þess, en hins veg­ar vegna þess að aðalmeðferð í mál­um bæði Sam­herja og for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins gegn Seðlabanka Íslands hefst í næsta mánuði.

Þor­steinn Már Bald­vins­son seg­ir í sam­tali við mbl.is að það verði áreiðnlega skoðað að kæra í mál­inu.

Sam­herji birti í morg­un þátt þar sem fjallað er um ásak­an­ir á hend­ur Helga Selj­an og Rík­is­út­varp­inu. Er því haldið fram að aðal­gögn í um­fjöll­un Kast­ljóss um meint brot Sam­herja á þágild­andi gjald­eyr­is­lög­um árið 2012 hafi verið fölsuð. 

Í þætti Sam­herja sem birt­ur var á youtu­ber­ás fyr­ir­tæk­is­ins í morg­un full­yrðir Garðar Gísla­son, fyrr­ver­andi vara­skatt­rann­sókn­ar­stjóri og fyrr­ver­andi lögmaður Sam­herja, að Helgi Selj­an geti hafa gerst sek­ur um lög­brot, reyn­ist ásak­an­ir Sam­herja um föls­un gagna í Kast­ljósþætt­in­um 27. mars 2012 sann­ar.

Aðspurður hvort kæra verði lögð fram á hend­ur Helga Selj­an seg­ir Þor­steinn að „það verði áreiðan­lega skoðað“.

Enn mál til skoðunar

„Eins og við höf­um margoft bent á hef­ur RÚV verið í her­ferð gegn Sam­herja og starfs­fólki þess um ára­bil. Þess vegna er rétt að rifja þetta Seðlabanka­mál upp núna,“ seg­ir Þor­steinn en bæt­ir við að aðalmeðferð í skaðabóta­máli bæði Sam­herja og Þor­steins per­sónu­lega gegn Seðlabank­an­um hefj­ist 9. sept­em­ber næst­kom­andi. „Þá mun þetta vænt­an­lega verða eitt­hvað til um­fjöll­un­ar aft­ur.“

Í byrj­un mars í fyrra bendi Tryggvi Gunn­ars­son, umboðsmaður Alþing­is, því til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, að hann teldi ástæðu til að óska eft­ir upp­lýs­ing­um frá Seðlabank­an­um um leka til RÚV í aðdrag­anda hús­leit­ar Seðlabank­ans hjá Sam­herja í mars 2012. Í kjöl­farið vísaði for­sæt­is­ráðherra því máli til lög­reglu.

Aðspurður um þetta seg­ir Þor­steinn: „Í þess­um gögn­um er jafn­vel talið að sann­ist að menn fari á svig við lög í aðdrag­anda þess­ar­ar hús­leit­ar. Þetta hef­ur verið til rann­sókn­ar í á annað ár og það er kom­inn tími til að upp­lýsa um þetta.“ Vís­ar Þor­steinn þá til þess þegar ásak­an­ir birt­ust um að sam­ráð hefði verið milli Seðlabanka Íslands og RÚV. Þor­steinn hef­ur áður full­yrt að aðgerðirn­ar hafi verið þaul­skipu­lagðar árás­ir í garð Sam­herja.

Gríðarlegt tjón

Jafn­framt ít­rek­ar Þor­steinn Már það sem fram kom í til­kynn­ingu á vef Sam­herja í morg­un, að tjónið sem hlaust af um­fjöll­un RÚV um Sam­herja síðustu ár sé um­tals­vert. „Það er gríðarlega erfitt fyr­ir fólk sem tel­ur sig vera að vinna af sam­visku­semi, eins og starfs­fólk Sam­herja ger­ir, að vera sakaður um eitt­hvað sem manni finnst ekk­ert vera hæft í. Það er gríðarlega íþyngj­andi fyr­ir fjöl­skyld­ur og aðstand­end­ur þeirra sem liggja und­ir slík­um grun.“

Líkt og kem­ur fram í lok þátt­ar­ins sem Sam­herji birti í morg­un munu fleiri þætt­ir birt­ast á næst­unni. Þá er full­yrt að „þetta hafi ekki verið í síðasta skipti sem Rík­is­út­varpið og Helgi Selj­an beittu þess­um vinnu­brögðum“. Þætt­in­um lýk­ur svo á til­kynn­ingu um að fram­hald verði í næsta þætti.  

mbl.is