Ríkisútvarpið hafnar ásökunum

Það er lík­lega eins­dæmi að stór­fyr­ir­tæki leggi í per­sónu­lega her­ferð gegn blaðamanni með ára­tugareynslu, skrifa Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri og Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV.

Í yf­ir­lýs­ingu hafna Stefán og Rakel þeim ásök­un­um sem born­ar eru á frétta­mann­inn Helga Selj­an og RÚV, þar sem því er haldið fram að þau hafi falsað gögn við gerð Kast­ljóssþátt­ar árið 2012. Þá segja þau rangt að skýrsla Verðlags­stofu, sem um­fjöll­un­in byggðist á, hafi aldrei verið til.

Segja þau þessa grófu árás Sam­herja þjóna þeim eina til­gangi að skaða mann­orð frétta­manns RÚV, sem hafi hvorki falsað gögn né átt við þau, sem og trú­verðug­leika frétta­stof­unn­ar.

„Kerf­is­bund­in at­laga gegn fréttamiðlum til að verj­ast gagn­rýn­inni um­fjöll­un er ekki ný af nál­inni en sú aðferð sem Sam­herji beit­ir nú geng­ur mun lengra en þekkst hef­ur hér á landi. Það er um­hugs­un­ar­vert. Helgi Selj­an er einn öfl­ug­asti rann­sókn­ar­blaðamaður lands­ins og hef­ur kallað yfir sig reiði hags­munaaðila með vinnu sinni, og nú her­ferð stór­fyr­ir­tæk­is gegn mann­orði hans og æru. RÚV for­dæm­ir þessa aðför sem gerð er að frétta­mann­in­um með til­hæfu­laus­um ásök­un­um.“

mbl.is