Samherji skorar á RÚV

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Í fram­haldi af þætti Sam­herja um Seðlabanka­málið svo­kallaða og vinnu­brögð Rík­is­út­varps­ins í því máli, hafa út­varps­stjóri og frétta­stjóri Rík­is­út­varps­ins sent frá sér yf­ir­lýs­ingu. Í henni er ekki tekið efn­is­lega á meg­in­full­yrðing­unni í þætti Sam­herja, um að skýrsl­an sem Rík­is­út­varpið byggði all­an mála­rekst­ur sinn á, hafi aldrei verið til.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu á vef Sam­herja í fram­haldi af þætti sem fyr­ir­tækið birti á Youtu­be-rás sinni í morg­un vegna ásak­ana um að fyr­ir­tækið væri að selja karfa á und­ir­verði til eig­in dótt­ur­fé­lags árið 2012.

Á vef Sam­herja seg­ir að yf­ir­lýs­ing út­varps­stjóra og frétta­stjóra RÚV sé full af stór­yrðum þar sem Sam­herja er brigslað um ann­ar­leg­ar hvat­ir og óeðli­leg vinnu­brögð nú þegar fyr­ir­tækið ber loks hönd fyr­ir höfuð sér eft­ir rang­ar ásak­an­ir Rík­is­út­varps­ins um margra ára skeið.

Fé­lag­inu er borið á brýn að byggja á „til­hæfu­laus­um ásök­un­um“ rætt er um að „stór­fyr­ir­tæki leggi í per­sónu­lega her­ferð gegn blaðamanni með ára­tuga reynslu“ í þeim „eina til­gangi að skaða mann­orð frétta­manns“ og að um sé að ræða „kerf­is­bundna at­lögu gegn fréttamiðlum,” seg­ir enn frem­ur í yf­ir­lýs­ingu Sam­herja.

Bent er á að við vinnslu Kast­ljóssþátt­ar­ins, sem var sýnd­ur 27. mars 2012, hafi Sam­herja aldrei gef­inn kost­ur á að bregðast við þeim upp­lýs­ing­um sem þátt­ur­inn var sagður byggja á, þvert á vinnu­regl­ur Rík­is­út­varps­ins. Í yf­ir­lýs­ingu út­varps­stjór­ans og frétta­stjór­ans í dag er því haldið fram að skýrsla Verðlags­stofu skipta­verðs sé raun­veru­lega til og skor­ar Sam­herji á RÚV að birta skýrsl­una í heild sinni.

mbl.is