„Sekur um óheiðarleg vinnubrögð, blekkingar og svik“

Jón Óttar Ólafsson kveðst hafa ákveðið að birta leynilega upptöku …
Jón Óttar Ólafsson kveðst hafa ákveðið að birta leynilega upptöku af Helga Seljan vegna alvarlegra annmarka við vinnubrögð fjölmiðlamannsins. Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson

„Því miður bend­ir margt til þess að fjöl­miðlastjarna Helga Selj­an hafi risið á grunni óheiðarlegra vinnu­bragða og jafn­vel blekk­inga. Það er nauðsyn­legt að al­menn­ing­ur viti hvernig hann starfar,“ seg­ir Jón Óttar Ólafs­son, doktor í af­brota­fræði og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglumaður, um ástæður þess að hann hafi ákveðið að op­in­bera leyni­leg­ar upp­tök­ur af Helga Selj­an í heim­ild­arþætti Sam­herja sem birt­ur var á Youtu­be í dag.

Jón Óttar hef­ur starfað fyr­ir Sam­herja um tíma og hafa stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins greint frá því að hann var meðal ann­ars feng­inn til þess að taka út rekst­ur Sam­herja í Namib­íu árið 2016.

Fram kem­ur í aðsendri grein Jóns Ótt­ars á Vísi að upp­tak­an af Helga hafi verið gerð árið 2014 á lög­manns­stofu, en þá hafði Jón Óttar verið feng­inn af stjórn­end­um Sam­herja til þess að reyna að afla upp­lýs­inga um til­urð skýrslu sem notuð var til grund­vall­ar um­fjöll­un­ar Kast­ljóss árið 2012 sem átti að sýna fram á að Sam­herji væri að selja karfa á und­ir­verði til eig­in dótt­ur­fé­lags er­lend­is.

Var brýnt að af­hjúpa

Jón Óttar kveðst vilja með grein­inni út­skýra af hverju hann telji for­svar­an­legt að birta upp­töku af sam­tal­inu við Helga. „Nú er komið í ljós að skýrsl­an var aldrei unn­in af Verðlags­stofu skipta­verðs sem hef­ur staðfest það í bréfi til Sam­herja. […]Á upp­tök­unni leyni­legu viður­kenn­ir Helgi Selj­an að hafa ekki fengið neinn hjá Verðlags­stofu skipta­verðs til að staðfesta á sín­um tíma að skýrsl­an hefði verið unn­in af stofn­un­inni.“

Hann held­ur áfram: „Þá viður­kenn­ir Helgi á upp­tök­unni að hafa átt við skýrsl­una og þannig breytt henni áður en þátt­ur­inn fór í loftið. Hvers vegna gerði Helgi þetta? Hvers vegna setti hann ekki skjalið ofan í skúffu þegar hann fékk eng­an til að staðfesta til­urð þess og áreiðan­leika? Ég hef eng­in svör við þess­um spurn­ing­um en þessi vinnu­brögð var brýnt að af­hjúpa.

Það sem Helgi gerði í þætti Kast­ljóss 27. mars 2012 er ekki aðeins birt­ing­ar­mynd á óvand­virkni held­ur gerðist hann sek­ur um óheiðarleg vinnu­brögð, blekk­ing­ar og svik. Hann lét áhorf­end­ur Rík­is­sjón­varps­ins halda að það skjal sem hann byggði um­fjöll­un sína á væri op­in­bert skjal frá ís­lenskri rík­is­stofn­un þegar hann vissi sjálf­ur innst inni að hann gat ekki vitað það með vissu.“

Hegðun­ar­mynst­ur

Jón Óttar tel­ur að fer­ill Helga hafi lit­ast af sam­bæri­leg­um óeðli­leg­um at­hæf­um og rifjar upp um­fjöll­un Kast­ljóss árið 2007 um meint óeðli­leg af­skipti af því að Lucia Celeste Mol­ina Sierra var veitt­ur rík­is­borg­ara­rétt­ur, en hún var tengda­dótt­ir Jón­ínu Bjart­marz, þáver­andi um­hverf­is­ráðherra.

Bend­ir hann á að Hæstirétt­ur hafi gert „al­var­leg­ar“ at­huga­semd­ir við starfs­hætti Helga þrátt fyr­ir sýknu af bóta­kröfu. Vís­ar hann til orða dóm­stóls­ins máli sínu til stuðnings: „Um­fjöll­un stefndu um málið í Kast­ljósi og viðleitni þeirra til að sýna fram á að meðferð og af­greiðsla um­sókn­ar áfrýj­and­ans Luciu í stjórn­sýsl­unni og hjá alls­herj­ar­nefnd Alþing­is hefði verið óeðli­leg, bar of­urliði vilja þeirra til að fara rétt með staðreynd­ir og til að leiðrétta rang­færsl­ur og gera viðhlít­andi grein fyr­ir laga­grund­velli máls­ins.“

„Þetta virðist líka hafa verið uppi á ten­ingn­um í Seðlabanka­mál­inu. Viðleitni Helga til að sýna fram á spill­ingu hjá Sam­herja bar of­urliði vilja hans til að fara rétt með staðreynd­ir,“ skrif­ar Jón Óttar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina