„Excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu“

Samherji birti í gær myndband með ásökunum á hendur Helga …
Samherji birti í gær myndband með ásökunum á hendur Helga Seljan. mbl.is/Sigurður Bogi

Verðlags­stofa skipta­verðs hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna ásak­ana út­gerðarfé­lags­ins Sam­herja á hend­ur Helga Selj­an um að Helgi hafi, árið 2012, falsað gögn sem hann notaði í um­fjöll­un Kast­ljóss um meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um. Gögn­in komu frá Verðlags­stofu eins og stofn­un­in staðfest­ir nú, en ekki var unn­in sér­stök skýrsla. 

Í til­kynn­ingu Verðlags­stofu seg­ir meðal ann­ars:

Vegna op­in­berrr­ar umræðu síðustu daga um aðkomu Verðlags­stofu skipta­verðs að um­fjöll­un um meðal­verð á karfa í úr­sk­urðar­nefnd sjó­manna og út­vegs­manna í byrj­un árs 2012 er rétt að fram komi að Verðlags­stofa skipta­verðs tók sam­an upp­lýs­ing­ar um karfa­út­flutn­ing ár­anna 2010 og 2011 og sendi nefnd­inni vegna at­hug­un­ar á máli sem þá var til um­fjöll­un­ar hjá úr­sk­urðar­nefnd.

Um var að ræða exc­elskjal sem unnið var af starfs­manni Verðlags­stofu og inni­hélt tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem unn­ar voru upp úr gagna­grunn­um Fiski­stofu. Í skjal­inu er tafla sem sýn­ir all­an út­flutn­ing á karfa frá Íslandi yfir fyrr­greint tíma­bil eft­ir hvaða skip veiddi afl­ann, afla­verðmæti og magni. 

Ekki var skrifuð sér­stök skýrsla af hálfu Verðlags­stofu af þessu til­efni og ekki lagt efn­is­legt mat á þær upp­lýs­ing­ar sem þarna voru dregn­ar sam­an og send­ar úr­sk­urðar­nefnd. Hins veg­ar var áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina