Furða sig á aðferðum Samherja

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélagsins.
Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélagsins. Haraldur Jónasson/Hari

Stjórn Blaðamanna­fé­lags Íslands hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu um að á fundi stjórn­ar fé­lags­ins nú á há­degi hafi verið samþykkt álykt­un, þar sem fé­lagið lýs­ir furðu sinni yfir hátt­erni Sam­herja í garð Helga Selj­an, frétta­manns RÚV. Sam­herji birti í gær mynd­band þar sem Helgi er sakaður um að hafa falsað gögn sem varðaði starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Seg­ir í álykt­un Blaðamanna­fé­lags­ins að Sam­herji ætti að „fagna allri umræðu um fyr­ir­tækið og þeim tæki­fær­um sem það gef­ur til að út­skýra þau sjón­ar­mið sem liggja starf­sem­inni til grund­vall­ar.“ Seg­ir fé­lagið að viðbrögð Sam­herja við um­fjöll­un um sig hafi ein­kennst af lág­kúru og að fyr­ir­tækið hafi vegið að trú­verðug­leika ís­lenskra fjöl­miðla og fjöl­miðlamanna.

Í álykt­un­inni seg­ir enn frem­ur að það sé ekk­ert nýtt að fjár­sterk­ir ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki kveinki sér yfir fjöl­miðlaum­fjöll­un á Íslandi. Stjórn BÍ hvet­ur að lok­um alla blaðamenn til þess að standa sam­an um grunn­gildi fag­legr­ar fjöl­miðlun­ar.

Álykt­un­in í heild sinni er aðgengi­leg á vef Blaðamann­fé­lags Íslands.

mbl.is