Óska eftir að skýrslan verði afhent Samherja

Lögmaður Samherja hefur farið þess á leit við RÚV að …
Lögmaður Samherja hefur farið þess á leit við RÚV að skýrslan margumrædda verði afhend innan fimm daga. mbl.is/​Hari

Sam­herji fer þess á leit við RÚV að á grund­velli upp­lýs­ingalaga, verði lög­manni Sam­herja af­hent skýrsla sem Helgi Selj­an, fréttamaður RÚV, notaði sem aðal­gagn í um­fjöll­un sinni um meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um árið 2012. Þetta seg­ir í bréfi sem Arn­ar Þór Stef­áns­son, lögmaður Sam­herja, sendi Stefáni Ei­ríks­syni út­varps­stjóra og mbl.is hef­ur und­ir hönd­um.

Fram kem­ur í bréf­inu að í viðbrögðum út­varps­stjóra um birt­ingu mynd­bands á YouTu­be-rás Sam­herja í gær, þar sem reifaðar eru ásak­an­ir á hend­ur Helga Selj­an um að hann hafi falsað um­rædda skýrslu um meint brot Sam­herja. Arn­ar Þór, lögmaður Sam­herja, seg­ir jafn­framt að í yf­ir­lýs­ingu út­varps­stjóra sem birt­ist í gær hafi komið fram að því sé „hafnað sem röngu“ að skýrsl­an sem Helgi Selj­an studd­ist við sé ekki til og hafi verið fölsuð.

Skýrsl­an skal af­hend inn­an fimm daga

Enn frem­ur seg­ir í bréfi Arn­ars að horfa verði til þess að RÚV hafi skýrsl­una und­ir hönd­um og er þess óskað að hún verði af­hent lög­manni Sam­herja inn­an fimm daga. Verði ekki orðið við beiðninni skal mál­inu skotið til úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál.

Arn­ar Þór, lögmaður Sam­herja, seg­ir í lok bréfs­ins til út­varps­stjóra að fyr­ir­tækið fall­ist á að per­sónu­upp­lýs­ing­ar heim­ild­ar­manna verði afmáðar, séu slík­ar upp­lýs­ing­ar í skýrsl­unni og sé skýrsl­an yfir höfuð til.  

mbl.is