Óttar Martin Norðfjörð rithöfundur og eiginkona hans, ljósmyndarinn Elo Vázquez, hafa flúið Barcelona ásamt sonum sínum tveimur til suðurhluta Spánar þar sem fjölskylda Elo er búsett. Hann sagði frá þessu í viðtali við mbl.is í gær.
Fjölskyldan ætlar að dvelja á suðurhluta Spánar þar til mesta hættan er liðin hjá.
„Það er mun afslappaðra á Suður-Spáni en í Barcelona um þessar mundir. Við dveljum hjá fjölskyldu Elo í heimabæ þeirra í Suður-Andalúsíu þar sem stemningin er afslöppuð og við getum fengið hvíld frá grímum og handspritti,“ sagði Óttar í samtali við mbl.is.